Verkefnið

Margt fagfólk og listamenn sem vinna störf tengd menningu og listum hafa horft fram á örðugleika og takmarkanir vegna COVID-19 faraldursins. Margir hafa haft litla möguleika á að stunda listgrein sína, fagið sitt eða starfsgrein á þessum skrítnu tímum.

CENTAUR verkefnið er einkum ætlað listamönnum með það fyrir augum að finna nýjar leiðir og aðferðir í fullorðinsfræðslu til að efla kunnáttu þeirra og þekkingu og getur m.a. falist í eftirfarandi:

 • efla hæfileika til að vinna vel undir álagi,
 • vera í jafnvægi þrátt fyrir mjög krefjandi kringumstæður,
 • koma auga á ný tækifæri,
 • efla sköpunarkraft og finna leiðir út úr erfiðum aðstæðum,
 • nýta kunnáttu til að auka framsýni,
 • læra að meta gildi góðra hugmynda, bæði eigin hugmyndir og annarra,
 • efla siðferðilegan og sjálfbæran hugsunarhátt og meðvitund um að vera hluti af stærri heild,
 • efla sjálfsvitund og trú á eigin getu sem opnar augu einstaklinga fyrir því hverjir þeir eru og hvað þeir geta,
 • efla þrautseigju og finna tilgang í lífinu
 • nýta þau úrræði sem eru til staðar til að ná takmarki sínu.

Hér voru aðeins nokkur dæmi nefnd.

Að lokum ættu einstaklingar að geta notið góðs af verkefninu vegna þess að:

 • ný svið opnast fyrir listamönnum,
 • aukið úrval af aðferðum verður til fyrir leiðbeinendur í fullorðinsfræðslu,
 • aðgengi að hagnýtum aðferðum sem hafa nýst vel eykst og einstaklingar geta notað þær til að þjálfa grundvallarfærni sína.

Verkefnið mun leggja áherslu á að bjóða verkefni og þjálfun fyrir stofnanir eins og símenntunarstöðvar, fræðslusetur og skóla sem munu geta aukið námsframboð sitt. Stofnanir og fyrirtæki munu bjóða fræðslu sem getur orðið aðgengileg fyrir einstaklinga, samtök, miðstöðvar o.fl. bæði innanlands og í Evrópu.

Afurðir verkefnisins munu efla fræðslu sem tengist því að styrkja einstaklinga til að nýta betur sköpunargáfu sína og styrkleika. Afurðirnar munu líka styðja við sjálfbærni verkefnisins með því að bjóða vefsvæði þar sem hægt verður að nálgast afurðirnar til skemmri og lengri tíma.

Markhópum og hagsmunaaðilum verður boðið að fylgjast með, prófa og koma með athugasemdir á meðan á verkefninu stendur og einnig eftir að því er lokið. Á þann hátt er hægt að kynna verkefnið, auka vitneskju og áhuga á verkefninu og stuðla að langtímanotkun á afurðunum.

Verkefnið miðar að því að auka hæfni (kunnáttu, þekkingu, færni o.s.frv.) listamanna í sviðs-og sjónlistum, leiðbeinenda í fullorðinsfræðslu sem og annarra þátttakenda.

Nánar tiltekið er markmið CENTAUR verkefnisins að:

 • virkja og styrkja fagmenn í skapandi greinum sem og í sviðs-og sjónlistum til að þróa samvinnu á netinu og mynda tengslanet þar sem allir þátttakendur geta unnið saman og deilt kunnáttu sinni.
 • styrkja hæfni leiðbeinenda í fullorðinsfræðslu til að meta og benda á styrkleika einstaklinga sem vinna í skapandi greinum, sérstaklega hjá hópum sem hafa ekki haft nægileg atvinnutækifæri. Jafnframt að þróa samstarf og tengslanet með sérfræðingum í skapandi greinum.
 • efla og styrkja vanmáttuga einstaklinga þannig að þeir geti sjálfir þjálfað styrkleika sína og sköpunarkraftinn og valið leiðir og verkefni sem henta þeim.
 • skapa meðvitund um að sköpunargáfu má læra og nota til að bæta líf sitt í erfiðum aðstæðum eins og COVID-19.

Verkefnið mun þróa opinn og aðgengilegan gagnagrunn sem inniheldur hagnýtar aðferðir og verkefni til að efla styrkleika, seiglu og sköpunarkraft. Jafnframt verða þróaðar nýstárlegar rafrænar lausnir til að greina og meta áhuga og styrkleika einstaklinga ásamt rafrænni handbók fyrir leiðbeinendur í fullorðinsfræðslu. Megninu af afurðunum verður hægt að hlaða niður.

Þátttakendur sem tilheyra markhópum verkefnisins munu taka þátt í þróun lausnanna, meta þær og staðfæra.

Helstu áhrif á þátttakendur verða að:

 • auðvelda leiðbeinendum í fullorðinsfræðslu að efla og styrkja einstaklinga til að takast á við breyttar samfélagslegar aðstæður á betri og skilvirkari hátt,
 • kynna fyrir listamönnum nýjar aðferðir til að kynna list sína,
 • styrkja og efla seiglu einstaklinga til að þeir eigi auðveldar með að takast á við flóknar samfélagsbreytingar.

Markhóparnir munu fá tækifæri til að skoða og kynnast rafræna gagnagrunninum og þeim rafrænum lausnum sem þróaðar verða.
Undirliggjandi áhrif geta verið aukið sjálfstraust, minnkun á einmanaleika og óöryggi meðal einstaklinga ásamt breyttu hugarfari varðandi hlutverk einstaklingsins í samfélaginu.