
Um verkefnið
Hefurðu gaman af menningarlegum atburðum? Finnst þér gaman að fara í leikhús, á tónleika eða sýningar? Ertu kannski meira fyrir söngleiki og dans? Trúir þú því líka að maður læri svo lengi sem maður lifir? Ertu stöðugt að fræðast?
En hvernig tengjast þessir þættir, þ.e.a.s. að hafa áhuga á list og trúa því að einstaklingar séu stöðugt að læra?
CENTAUR verkefnið miðar að því að tengja saman listamenn og leiðbeinendur í fullorðinsfræðslu. Listamenn hafa í gegnum menntun sína þróað margar áhugaverðar leiðir sem geta nýst til að auka þekkingu og færni einstaklinga með fullorðinsfræðslu.
Því er mikilvægt að tengja listamenn við fullorðinsfræðsluna þannig að þeir geti annars vegar komið dýrmætri reynslu sinni á framfæri og hins vegar fundið leiðir til að miðla list sinni.
Jafnframt geta listamenn notið góðs af því að víkka út sjóndeildarhringinn og taka virkan þátt í fullorðinsfræðslu.
Það er margra hagur, fullorðinsfræðslan eflist, einstaklingarnir líka og til verða spennandi rafrænar lausnir!
Markhópur
- Fagfólk í skapandi greinum, þ.e.a.s. listamenn í sviðslistumog sjónlistum, sem ef til vill hafa ekki haft mörg atvinnutækifæri undanfarið.
- Sérfræðingar sem vinna reglubundið með fullorðnum (kennarar, leiðbeinendur, náms- og starfsráðgjafar, félagsráðgjafar, starfsmenn frjálsra félagasamtaka o.fl.), sem vilja nýta betur rafræna námsmöguleika í skapandi greinum.
- Allir sem vilja efla hæfni og færni sína með sköpunargleðinni.
Rafrænn gagnagrunnur á vefsíðu
Meginafurð verkefnisins er opinn og aðgengilegur gagnagrunnur á vefsíðu verkefnisins. Athafnasamt, skapandi fólk; t.d. listamenn sem hafa fengið fá atvinnutækifæri vegna COVID-19, leiðbeinendur sem vinna reglubundið við fullorðinsfræðslu og einstaklingar sem leita leiða til að efla þekkingu sína eru megin markhópar verkefnsins.
Námsgögn
- Rafrænar lausnir og verkefni sem leitast við að meta áhuga og styrkleika sem tengjast sköpunargleði og seiglu.
- Handbók fyrir leiðbeinendur í fullorðinsfræðslu sem innihalda kafla um mat á sköpunarkrafti, nám og þjálfun, samstarf á netinu, ESB-staðla o.fl.
- Efni sem má hlaða niður.
Handbók um að efla styrkleika og sköpunarkraft
Handbók CENTAUR um að efla styrkleika og sköpunarkraft inniheldur samantekt á faglegum aðferðum sem hafa nýst öðrum vel og hvernig best er að nota þær við kennslu og þjálfun.
Verkefni sem efla sköpunarkraft og styrkleika
Hagnýt og árangursrík verkefni sem þjálfa sköpunarkraft, styrkleika og seiglu og eru tiltölulega auðveld í notkun. Leitast er við að taka tillit til ólíkra menningarheima og veita upplýsingar varðandi ESB-staðla og reglur um höfundarétt sem tengjast sköpun.