Efni á netinu

Helstu afurðir verkefnisins verða:

Rafrænar leiðbeiningar

Leiðbeiningarnar munu innihalda kafla um sköpunarkraft og styrkleika, þjálfun, samstarf á netinu, helstu staðla Evrópusambandsins og möguleikana sem gagnagrunnurinn býður upp á.

Rafræn námsgögn

Námsgögnin innihalda leiðbeiningar, aðferðir og verkefni sem miða að því að efla seiglu og sköpunargleði meðal fólks í skapandi greinum. Leiðbeinendur í fullorðinsfræðslu og skapandi greinum geta nýtt verkefni tengd eflingu seiglu fyrir margs konar hópa.

Verkefni sem efla sköpunarkraft og styrkleika

Verkefnin sem hafa það að markmiði að efla sköpunarkraft og styrkleika munu innihalda safn af hagnýtum og auðveldum rafrænum aðferðum og lausnum. Með því að efla sköpunarkraft og styrkleika einstaklinga aukast líkur á því að þeir eigi auðveldara með að takast á við samfélagslegar breytingar.

Rafrænn gagnagrunnur

Rafræni gagnagrunnurinn getur nýst sem sýndarnámsumhverfi þar sem hægt er að finna aðferðir og verkefni, taka þátt í verkefnum, eiga í samstarfi og hafa samskipti við aðra notendur. Gagnagrunnurinn inniheldur verkefni og hagnýtar aðferðir, svokölluð „best practice” verkefni og kynningu á efninu sem þar er. Í gegnum samskipti og samstarf munu þátttakendur geta miðlað reynslu sinni.